Kór Árbæjarkirkju hefur á að skipa hvorki fleiri né færri en sjö Svarfdælingum. Það er býsna hátt hlutfall þegar þess er gætt að alls eru 32 söngfuglar í kórnum. Landsbyggðarrætur kórsins eru verulegar. Þarna eru sjö Húnvetningar, Strandamenn og Skagfirðingar eiga líka sína fulltrúa, svo eitthvað sé nefnt. Og því skal líka til haga haldið að í hópnum eru 8 hjón, þar af tvenn hjón í Svarfdælahópnum! Lesa meira