Sigga og súkkulaðið

Staðlað

Dalvíkingurinn Sigga Jóns, Sigrún G. Jónsdóttir, fer eins og logi yfir akur þessa dagana og selur páskasúkkulaði til styrktar ABC barnahjálp.  Hún vill helst losna við nokkur tonn af þessari vöru og vonandi tekst það því súkkulaðið af firnagott og málefnið enn betra!

Súkkulaðið er framleitt í Nóa Síríusi og sérpakkað, tvö stykki seld saman fyrir 1.200 krónur (þ.e.a.s sú útgáfa súkkulaðiátaksins sem seljandinn veifaði á samkomu Svarfdælinga 9. mars).  Annað stykkið er súkkulaði með appelsínubragði, hitt er ljóst rjómasúkkulaði. Öndvegisvara og það besta er auðvitað að fyrir einn svona súkkulaðipakka getur ABC barnahjálp séð tíu börnum fyrir máltíð!

Það má líka fá fjögur stykki í pakka fyrir 2.200 krónur eða bara eitt fyrir 500 krónur, allt eftir því sem hentar. Þetta nammi í þágu góðs málstaðar er til sölu hjá ABC barnahjálp að Siðumúla 29 í Reykjavík en svo er upplagt líka að hringja í Siggu í súkkulaðisímanúmerið 661 2225 og gera viðskiptasamninga. Annað símanúmer hjá henni er 864 2599 ef súkkulaðisíminn bráðnar …

ABC barnahjálp er með umfangsmikið og gott starf, rekur til dæmis nytjamarkað að Súðarvogi 3. Þar er líka til húsa ABC skólinn sem býr fólk undir störf við þróunarhjálp.

2 athugasemdir við “Sigga og súkkulaðið

  1. Þetta er frábært framtak Atli. Mjög skemmtileg framsetning og fróðlegt að lesa um hvað við erum að sýsla hér á suðvesturhorninu.

    Til hamingju með síðuna og góðar viðtökur!

    • Takk fyrir það, það rignir enn yfir mig viðbrögðum og ábendingum. Ég er kominn með á blað á þriðja tug hugmynda að efni – þar á meðal ábendingar sem fékk utan úr bæ um fólk og viðfangsefni sem ég vissi sjálfur ekkert um! Kannski endar með því að ég segi upp í vinnunni, selji húsið og skilji við konuna til að geta sinnt þessu af einhverju viti … Upphaflega dattt mér í hug að semja við Norðurslóð eða DBl á Dalvík um að birta svona klausur en þessir sneplar eru svarthvítir og ég hef ekkert með umbrot eða birtingu að gera. Ég fór í svarfdælskan saumaklúbb í desember til að starta þessu en tímdi ekki að setja efnið í þennan svarthvíta sarp upp á von og óvon. Málið var því sett í salt þar til aðfararnótt föstudags, þegar ég kom slompaður heim og fór að skoða myndirnar af bjórkvöldinu. Þá laust niður í hausinn: heimasíða! Þetta segir manni bara eitt: menn eiga að fara strax að sofa við heimkomu af bjórkvöldium en ekki setjast við hux. Kv. -arh

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s