Hafgolufólk Önnu Dóru

Staðlað

Hafgolufólk er ný skáldsaga eftir Dalvíkinginn Önnu Dóru Antonsdóttur, sjötta bók höfundar. Eymundsson segir á heimasíðu sinni að sagan sé  skrifuð af innsæi og einlægni um stóra viðburði í lífi venjulegs fólks sem ólst upp í skugga styrjaldar og birtir klausu úr sögunni sem sýnishorf af því sem bíður lesandans:

Hún rak upp óp, greip um hjartastað, henti frá sér því sem hún var með í höndunum og hljóp af stað út úr húsinu eins og hún stóð. Fór ekki einu sinni í kápu. Ég elti hana á sama sprettinum og það er mér ennþá undrunarefni hversu hratt hún gat hlaupið, þessi stóra og feita kona, sem dags daglega fór sér frekar hægt. Í eldhúskjól með svuntu og á inniskóm æddi hún í ískaldri hafgolunni og hægði ekki á fyrr en líkið lá fyrir fótum okkar. Binni frændi var vissulega liðið lík.

Anna Dóra las upp úr bókinni á Svarfdælasamkomu á Café Loka 9. mars, sem reyndist bæði listaukandi og lystaukandi dagskrárliður. Fleira menningarlegt af svarfdælskum rótum skapaði samkomunni viðeigandi ramma því á veggjum var myndlist eftir systurdætur Önnu Dóru, Lovísu og Sigurlaugu Skaftadætur! Þetta var því sannkallaður Kaffi Lundur eina kvöldstund.

Meira um málið og þær Skaftadætur er á heimasíðu Café Loka.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s