Díva í „dómssalnum“

Staðlað

Farsímamynd af Kristjönu & Co í gærkvöld.

Mikið ljómandi áttum við notalega stund í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöld sem hlýddum á Kristjönu Arngrímsdóttur á Tjörn syngja nokkur lög af tangóplötunni sinni. Með henni komu fram Örn sonur hennar Eldjárn á gítar, Jón Rafnsson á bassa og Daníel Þorsteinsson á píanó. Lesa meira

Döllurnar frá Dalvík

Staðlað

Döllur í mars 2012: Edda, Gulla, Ellen, Ásdís og Sigrún.

Það er ekki seinna vænna en kynna til sögunnar félagsskapinn Döllurnar á þessum vettvangi, sjö hressar konur sem koma reglulega saman á höfuðborgarsvæðinu undir yfirskini hannyrðasýsls og handverks. Þetta er með öðrum orðum saumaklúbbur og dregur nafn sitt af heimaslóðunum, Dalvík. Þær segja til skýringar nafngiftinni að strákar í Ólafsfirði hafi gjarnan kallað Dalvíkurstelpur Döllur forðum daga (berist fram með órödduðum ellum!) en láta svo kyrrt liggja að ræða frekar um þessa nafnlausu fortíðardrengi handan Ólafsfjarðarmúla. Þær ræða heldur ekki sérlega mikið um hannyrðir og saumaskap, ef út í það er farið. Ein úr hópnum mætir reynar alltaf með prjóna en hinar játa ekki á sig mikla handavinnu á samkomunum, Þær hittast að jafnaði einu sinni í mánuði til skiptis heima hjá þeim stöllum. Lesa meira

Ýtumaður frá Ingvörum

Staðlað

Hallur við stjórnvölinn í gröfunni.

„Ég flutti til Reykjavíkur 1998 og hóf vinnu hjá fyrirtækinu Völur ehf. sem meðal annars byggði grjótgarð við Dalvíkurhöfn. Árið 2000 kom Anna suður á eftir mér og  starfar nú hjá Félagi aðstandenda alzheimersjúklinga – FAAS,“ segir Hallur Steingrímsson frá Skáldalæk, sem á og rekur verktakafyrirtækið Ýtumanninn ehf. á ásamt eiginkonunni Önnu Sveinbjörnsdóttur frá Skáldalæk. Lesa meira

Flamberað flatbrauð í boði dalvísks fiskifræðings á Café Loka

Staðlað

Hróður flatbrauðs og rúgbrauðs á matseðli veitingahússins Café Loka, efst á Skólavörðuholtinu, berst víða um heimsbyggðina með erlendum ferðamönnum sem kíkja þar inn á leið til eða frá guðshúsi kenndu við sálmaskáldið Hallgrím.

Sumir fara ekki af landi brott nema koma í annað eða þriðja sinn á Loka en láta eina heimsókn duga fyrir guðshúsið. Café Loki slær í gegn svo um munar. Umsvifin hafa aukist um tugi prósenta á skömmum tíma, þökk sé aðallega erlendu ferðafólki. Íslendingum í gestahópnum fjölgar líka stöðugt, þar á meðal Svarfdælingum og viðhengjum þeirra. Lesa meira

Sjö syngjandi Svarfdælingar í Árbæjarkirkju

Staðlað

Svarfdælagengið frá vinstri: Soffía, Jón Baldvin, Anna, Toni, Elísabet, Bjarni, Halla.

Kór Árbæjarkirkju hefur á að skipa hvorki fleiri né færri en sjö Svarfdælingum. Það er býsna hátt hlutfall þegar þess er gætt að alls eru 32 söngfuglar í kórnum. Landsbyggðarrætur kórsins eru verulegar. Þarna eru sjö Húnvetningar, Strandamenn og Skagfirðingar eiga líka sína fulltrúa, svo eitthvað sé nefnt. Og því skal líka til haga haldið að í hópnum eru 8 hjón, þar af tvenn hjón í Svarfdælahópnum! Lesa meira

Svarfdælskt á sviði

Staðlað

Hjöri og Eiríkur óskilahundar. Mynd af vef Borgarleikhússins.

Það er ekki leiðinlegt að valsa á milli stóru atvinnuleikhúsanna í höfuðstaðnum og horfa á sveitunga sína brillera á sviðinu. Í Borgarleikhúsinu fara Hjöri frá Tjörn og Eiríkur Stephensen á kostum við að segja Íslandssöguna á hundavaði. Sú sýning er alveg makalaus og stemningin í salnum eftir því. Þegar meira að segja Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi gefur Hundi í óskilum fimm stjörnur fyrir sýninguna er ekki nema tvennt til, annað hvort er maðurinn genginn af göflunum (fimm stjörnur voru áður óþekkt fyrirbæri á gagnrýnendaferli mannsins) eða að sýning er einfaldlega í sérflokki. Og hið síðarnefnda á hér við. Ég sé að Borgarleikhúsið áætlar hundasýninguna fram í miðjan apríl. Hún er skylduverkefni fyrir alla sem vilja eiga góða (svarfdælska) stund í leikhúsi. Lesa meira

Púlarinn Helga Matt á Fylgifiskum

Staðlað

Helga Matt á vinnustaðnum.

Helga Matt er örugglega þekktasta Helga heims og þótt víðar væri leitað í sólkerfinu. Nafnið hennar klingir þegar Heiðar Helguson ber á góma í íþróttafréttum um víða veröld og hún stóð sjálf á verðlaunapalli í janúar 2012 þegar íþróttafréttamenn sæmdu soninn nafnbótinni íþróttamaður ársins til að taka við tilheyrandi viðurkenningu fyrir hans hönd. Heiðar átti ekki heimangengt úr vinnunni sinni í Bretlandi og vildi að mamman tæki við gripnum og færi með  heim til að geyma sem stofustáss. Það að vildi mamman hins vegar ekki og stakk upp á að fela Þrótti, gamla félaginu hans Heiðars, að hafa gripinn til sýnis í félagsheimilinu sínu í Laugardal. Lesa meira

Svarfdælingar beggja vegna afgreiðsluborðsins

Staðlað

„Margir sveitungar okkar eru í viðskiptavinahópnum eða fastagestir. Matti Matt er fastakúnni, Hjálmar Hjálmarsson kemur líka reglulega og Friðrik Ómar líka, Dalvíkingurinn Ómar Gunnarsson, sonur Gunna spar, vinnur hérna hinum megin veggjar í húsinu okkar og rekur oft inn nefið. Friðrik frá Melum starfar á rafeindaverkstæði og vinnur fyrir okkur í viðgerðum. Hann kemur hingað minnst einu sinni í viku. Blessaður vertu, þeir eru fleiri fastagestirnir, ég get nefnt líka Magga Mæju og Lalla rakara. Svarfdælskur andi svífur yfir vötnum daginn langan!“ Lesa meira

Dalvíkingur í Kleifabandi

Staðlað

Jón Kjartan, verslunarstjóri Hljóðfærahússins-Tónabúðarinnar, kom til starfa í Tónabúðinni þegar hún var opnuð í Reykjavík 1994. Hljóðfærahúsið keypti Tónabúðina 2007 og ári síðar voru fyrirtækin sameinuð. Jón er því sannkallaður reynslubolti í hljóðfæraviðskiptum og meðfram starfinu spilar hann á bassa í tveimur hljómsveitum. Lesa meira