Lögga, grúskari, söngfugl og spaugari frá Völlum

Staðlað

IMG_1812Hann heillaðist af söngnum og stúderaði sveitunga sína við messur í Vallakirkju, gerðist kennari unglinga og verðandi lögregluþjóna, grúskar, skrifar og smíðar.

Umræðuefni skortir ekki þegar tekið er hús á Gunnlaugi V. Snævarr – Gulla Valda, prestsyni frá Völlum í Svarfaðardal. Lesa meira

Sveitapiltsins draumur rættist í Kántrílandinu

Staðlað

Það leiddi nokkurn veginn af sjálfu sér að sonur Jóhanns Daníelssonar, stórsöngvara frá Syðra-Garðshorni, yrði tónlistarmaður þegar hann yrði stór en trúlega hefur móðir pjakksins plægt líka framtíðarakur hans svo um munaði. Sissa (Gíslína Hlíf Gísladóttir) hélt nefnilega mikið upp á helstu hetjur bandarískrar sveitatónlistar – kántrí, setti plöturnar þeirra á fóninn og söng með. Tónauppeldið og genin urðu vegarnesti Gísla Jóhannssonar út í heim. Sveitapilturinn býr í sveitasöngvaborginni Nashville. Lesa meira

Samtök Svarfdælinga í baksýnisspegli – I

Staðlað
Árshátíðin 1982

Árshátíðin 1982

Svarfdælingasamtökin í Reykjavík samþykktu á aðalfundi sínum 6. febrúar 1986 að gefa safnahúsinu Hvoli á Dalvík 100 þúsund krónur til minningar um stofnendur sína, Gísla Kristjánsson, Kristján Eldjárn og Snorra Sigfússon. Þetta var skráð í fyrstu færslu einu fundargerðarbókar félagsins sem varðveist hefur. Lesa meira

Enginn aukabónus í eilífðinni út á svarfdælskan uppruna

Staðlað

„Ég tengi dulræna hæfileika mína við móðurættina og Svarfaðardal. Norðlendingar eru yfirleitt dulrænir, opnir og næmir. Það á ekki síst við um Skagfirðinga en líka Eyfirðinga og Þingeyinga,“ segir Þórhallur Guðmundsson.

Snjólaug amma frá Skáldalæk uppgötvaði snemma að dóttursonurinn sæi og heyrði fleira en fólk flest.

Þórhallur leitaði síðar fyrir sér á vinnumarkaði sem kokkur, þjónn og bankamaður en endaði sem miðill í fullu starfi.  Lesa meira

Ferðin frá Sigurhæðum

Staðlað

reynald 2„Ég þarf á því að halda að fara til Dalvíkur minnst einu sinni á ári til að hitta ættingja og vini og draga svarfdælskt súrefni ofan í lungun, nú síðast fyrir fáeinum dögum.

Við ætluðum reyndar að vera ögn lengur en ákváðum að forða okkur suður þegar út var komið að morgni dags í rok, rigningu og innan við þriggja stiga hita.

Það var einum of, meira að segja í Svarfaðardal!“ Lesa meira

Flóamarkaður, laufabrauð á þorra, hjartabíll og forseti lýðveldisins

Staðlað

Samtök Svarfdælinga í Reykjavík og nágrenni efndu til fyrsta flóamarkaðar á Íslandi. Þau lögðu líka lýðveldinu til forsetaefni árið 1968. Það leika ekki önnur átthagafélög eftir. Björk Guðjónsdóttir frá Skáldalæk gekk snemma til liðs við samtökin. Hún var í forystusveit þeirra um árabil og formaður stjórnar um hríð. Lesa meira

Öspin blómstar

Staðlað

Hún stendur á þrítugu, hélt upp á tímamótin á með tímamótatónleikum á Rósenberg, starfar í þremur hljómsveitum og kór að auki í Lundúnum, er langt komin í vinnu við plötu með einni sveitinni og stefnir á upptöku eigin efnis eftir áramót. Svo dreymir hana um menningarbrú milli Svarfaðardals og Lundúna og ætlar að pæla í viðskiptamódeli þar að lútandi í haust. Öspin blómstrar. Lesa meira