Skál og heill Sindra fimmtugum

Standard

1-skalSindri Heimisson, sonur Dalsins og Víkurinnar, er loksins kominn bæði til vits og ára. Hann bauð til fagnaðar í Valsheimilinu í tilefni af fimmtugsafmæli sínu. Sindri er og verður leiðtogi Svarfdælingafélagsins í Reykjavík um ókomna tíð. Continue reading

Promens braut blað í jólaskreytingum

Standard

IMG_2872Það er ekki af Dalvíkingum skafið. Útsendurum iðnaðarrisans Promens tókst að vekja verðskuldaða athygli á sér og framleiðslunni á sjávarútvegsráðstefnunni, sem lauk í Reykjavík í dag. Ekki síður vakti athygli ný tískulína Promens í skreytingu jólatrjáa. Sú mun vafalaust breiðast hratt um höfuðborgarsvæðið ef vel verður haldið á spöðum. Continue reading

Af iðjusömum bílakarli og rammpólitískri tík

Standard

IMG_6436_2 „Við tökum við bílum af öllum gerðum, bara að þeir séu ekki of stórir til að komast um dyrnar inn á gólf,“ segir Jón Björn Hjálmarsson, Jónbi Bomma frá Dalvík. Hann á og rekur Bifreiðaverkstæði Hafnarfjarðar að Drangahrauni 2, hefur tvo bifvélavirkja í vinnu hjá sér og gerir við bíla viðskiptavina frá Snæfellsnesi í vestri til Borgarfjarðar eystri í austri! Continue reading

Nafnlausir drengir, siginn fiskur og Ólafsfirðingar

Standard
Jarðbrú og Brekkukot sumarið 1955. Ljósmyndarinn, Þórir Jónsson. stendur við Húsabakkaskóla nýreistan.

Jarðbrú og Brekkukot sumarið 1955. Ljósmyndarinn, Þórir Jónsson. stendur við Húsabakkaskóla nýreistan.

Lýst er eftir nöfnum drengja tveggja sem festust á mynd á Jarðbrúarhlaði 1955-1956. Eftirgrennslan hefur engan árangur borið og rannsókn málsins barst meira að segja inn í hóp brottfluttra Ólafsfirðinga sem hámuðu í sig siginn fisk og selspik á Sægreifanum í dag (31. okt. – nýjar upplýsingar í lok kaflans!). Continue reading

Guðað á gluggann hjá Elfu og Jóni

Standard

Timburilmur í lofti, tölvustýrðar græjur á gólfi, gluggar og hurðir á mismunandi stigum smíða hingað og þangað um salinn að Kaplahrauni 17 í Hafnarfirði. Við erum komin í ríki Elfu Matthíasdóttur og Jóns Gunnarssonar, þvottekta Dalvíkinga sem fluttu suður forðum til að hreinsa og strjúka klæði en sneru síðar við blaðinu og sjá nú þurfandi fyrir gluggum og hurðum á Suðvesturhorninu og jafnvel á Dalvík og í Noregi líka! Continue reading

Bakarabræðurnir Hólm við Bæjarlind

Standard

bakari_7Flatbrauðið í svarfdælsku bakaríi að Bæjarlind 1 þykir sérstakt og gott, enda koma sumir viðskiptavinir langt að til að ná sér í flatar kökur og fleira ljúfmeti. Uppskriftin barst suður úr bakaríinu á Dalvík og en er reyndar ekki svarfdælsk. Uppruninn var vel varðveitt leyndarmál dalvískra bakara en Sýslið segir nú söguna alla. Sama hvaðan gott kemur. Sunnlensk flatbrauð, sem ættleitt var á Dalvík forðum, er nú eitt helsta sérkenni fjölskrúðugrar brauðaflóru Kökuhornsins í Kópavogi.

Continue reading

Svarfdælingur við stjórnvölinn í stærsta útgerðarfyrirtæki Norðmanna

Standard

IMG_5584_2

Rekstrarstjóri Havfisk ASA, langstærsta útgerðarfyrirtækis Noregs, er svarfdælskur að ætt og uppruna.

Ari Theodór Jósefsson fæddist á Akureyri, bjó fyrstu árin í Ólafsfirði og á Dalvík, fluttist til Svíþjóðar átta ára og þaðan aftur til Akureyrar en hefur dvalið í Noregi frá 1991 þegar hann hóf nám í sjávarútvegsfræðum. Hann segist vera Dalvíkingur og ekkert annað ef spurt er: hvaðan ertu?
Continue reading