IMG_8869

Sunnansvarfdælingar blótuðu og blótuðu …

Standard

Þorrablót Sunnansvarfdælinga tókst með miklu ágætum í Fáksheimilinu í Víðidal. Það er reyndar þorrablótsnefndinni umhugsunarefni að aðeins hafi tekist að höfða til um 90 manns með þessari samkomu en þannig er það nú bara. Þeir sem á annað borð komu hurfu í það minnsta kosti glaðir á braut. Continue reading

Göngugarpur frá Dalvík ráðinn umsjónarmaður á Bessastöðum

Standard
inngangsmynd

Umsjónarmaðurinn vígalegur í göngugallanum á Látraströnd við Eyjafjörð.

Nýr umsjónarmaður fasteigna forsetaembættisins komst að því á dögunum að steindur gluggi á stafni Bessastaðakirkju, sjálft skjaldarmerki lýðveldisins, hefði ekki verið upplýstur svo áratugum skipti. Hann kippti því snarlega í liðinn og nú sést til ferðafólks undir kirkjuveggnum að festa sér ljósmyndir af glugganum glæsilega.

Umsjónarmaðurinn er Dalvíkingurinn Friðbjörn Beck Möller Baldursson. Continue reading

Gagnrýnendur halda ekki vatni yfir Hundi í óskilum

Standard

litilSýning Öldin okkar í Borgarleikhúsinu fær þvílíkt hól leikhúsgagnrýnenda að langminnugir kannast ekki við neitt sambærilegt í háa herrans tíð, ef þeir þá minnast einhverrar hliðstæðu yfirleitt.

Hundur í óskilum fylgdi velgengni sinni með Sögu þjóðar eftir með nýju sýningunni, Öldinni okkar. Ef að líkum lætur verða Eiríkur og Hjöri í óskilum á svölum leikhússins um hverja helgi til vors og lengur. Boðað er framhald sýningarhalds þeirra þar í haust. Continue reading

Garðshyrningur í austurvegi

Standard

IMG_2701Okkar maður í Moskvu býr við þann lúxus að geta, ef honum sýnist svo, fagnað jólum í tvígang og áramótum í þrígang, þökk sé tímamuni og deildaskiptum trúarbrögðum.

Hann fylgist með Rússum kveðja gamla árið með flugeldasýningu við Kreml og horfir svo á gömlu skaupin hans Flosa Ólafs á YouTube.

Albert Jónsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, á ættir að rekja að Hnjúki og var sumar eftir sumar í sveit í Ytra-Garðshorni. Continue reading

Sýslið rýnir í eigin 2014-nafla

Standard
img_5227 2

Gleði á Tungurétt. Ingi Baldvinsson á Bakka og Ásdís Pálmadóttir frá Odda. Hún flutti frá Dalvík til Ólafsfjarðar, hann flutti frá Ólafsfirði í Svarfaðardal.

Þorrablót á Rimum, svarfdælskur mars á Þinghúsinu 1980 og viðtal við Sigríði Jódísi Gunnarsdóttur, verslunarstjóra í Sautján í Kringlunni, fangaði athygli flestra lesvina Sýslsins af því efni sem birtist hér á árinu 2014. Sýslið rataði á tölvuskjái ótrúlega víða um veröldina á árinu. Skráðar er heimsóknir frá 75 ríkjum, langflestar að sjálfsögðu frá Íslandi. Continue reading

Sigurður á eða í Brautarhóli?

Standard
Brautarholl-okt-20015

Brautarhóll í október 2005. Mynd: SÁÞ

Býr Sigurður í Brautarhóli eða á Brautarhóli? Áleitin spurning kviknaði eftir að viðtal birtist hér á Sýslinu um jólin við séra Sigurð Árna Þórðarson Hallgrímskirkjuprest af Brautarhólskyni. Skrifar Sýslsins, fæddur og uppalinn vestan Svarfaðardalsár, skrifaði „í Brautarhóli“ en viðmælandinn kannaðist ekki við annað en forsetninguna á framan við Brautarhól. Þetta kallar á meiri pælingar í forsetningum,  bæjarnöfnum og málvenju í Dalnum.

Continue reading