Enginn aukabónus í eilífðinni út á svarfdælskan uppruna

Staðlað

„Ég tengi dulræna hæfileika mína við móðurættina og Svarfaðardal. Norðlendingar eru yfirleitt dulrænir, opnir og næmir. Það á ekki síst við um Skagfirðinga en líka Eyfirðinga og Þingeyinga,“ segir Þórhallur Guðmundsson.

Snjólaug amma frá Skáldalæk uppgötvaði snemma að dóttursonurinn sæi og heyrði fleira en fólk flest.

Þórhallur leitaði síðar fyrir sér á vinnumarkaði sem kokkur, þjónn og bankamaður en endaði sem miðill í fullu starfi.  Lesa meira

Ferðin frá Sigurhæðum

Staðlað

reynald 2„Ég þarf á því að halda að fara til Dalvíkur minnst einu sinni á ári til að hitta ættingja og vini og draga svarfdælskt súrefni ofan í lungun, nú síðast fyrir fáeinum dögum.

Við ætluðum reyndar að vera ögn lengur en ákváðum að forða okkur suður þegar út var komið að morgni dags í rok, rigningu og innan við þriggja stiga hita.

Það var einum of, meira að segja í Svarfaðardal!“ Lesa meira

Flóamarkaður, laufabrauð á þorra, hjartabíll og forseti lýðveldisins

Staðlað

Samtök Svarfdælinga í Reykjavík og nágrenni efndu til fyrsta flóamarkaðar á Íslandi. Þau lögðu líka lýðveldinu til forsetaefni árið 1968. Það leika ekki önnur átthagafélög eftir. Björk Guðjónsdóttir frá Skáldalæk gekk snemma til liðs við samtökin. Hún var í forystusveit þeirra um árabil og formaður stjórnar um hríð. Lesa meira

Öspin blómstar

Staðlað

Hún stendur á þrítugu, hélt upp á tímamótin á með tímamótatónleikum á Rósenberg, starfar í þremur hljómsveitum og kór að auki í Lundúnum, er langt komin í vinnu við plötu með einni sveitinni og stefnir á upptöku eigin efnis eftir áramót. Svo dreymir hana um menningarbrú milli Svarfaðardals og Lundúna og ætlar að pæla í viðskiptamódeli þar að lútandi í haust. Öspin blómstrar. Lesa meira

Ráðgjöfum með svarfdælskar rætur falið að koma skikki á skólakerfið í Rúmeníu

Staðlað
Sigrún Hjartardóttir t.v. og Ásgerður Ólafsdóttir með CAT-kassann og köttinn Lísu, sem reyndar er svarfdælsk - ættuð frá Tjörn eins og Sigrún!

Sigrún Hjartardóttir t.v. og Ásgerður Ólafsdóttir með CAT-kassann og köttinn Lísu, sem reyndar er svarfdælsk – ættuð frá Tjörn eins og Sigrún!

Stuðningur og starf með einhverfum í íslenska grunnskólakerfinu vekur athygli út fyrir landsteinana. Stjórnvöld í Rúmeníu ákváðu að leita ráða á Íslandi til byggja upp kennslukerfi fyrir einhverf börn þar í landi þar. Þar yrði ekki síst horft til minnihlutahópsins Rómana eða Rómafólks.

Ásgerður Ólafsdóttir og Sigrún Hjartardóttir eru komnar í útrás á vegum ráðgjafarfyrirtækis sem þær stofnuðu árið 2001 og hafa rekið síðan þá. Lesa meira

Siglósíldin reyndist of stór biti fyrir svarfdælskt kok

Staðlað
Sigurlið Eyjamanna fagnar í leikslok í kvöld.

Sigurlið Eyjamanna fagnar í leikslok í kvöld.

Lið Svarfælinga/Dalvíkinga hafnaði í fjórða sæti í úrslitarimmu spurningakeppni átthagafélaga á höfuðborgarsvæðinu í Breiðfirðingabúð í kvöld.

Siglfirðingar sigruðu okkar fólk í undanúrslitum en töpuðu svo naumlega fyrir Eyjamönnum í úrslitakeppninni. Lesa meira

Dýrfirðingar slegnir út á marklínu

Staðlað

IMG_8222Það er hvorki fyrir hjartveika né sérlega viðkvæma að fylgja liði Svarfdælinga & Dalvíkinga að málum í spurningakeppni átthagafélaga í Reykjavík á vegum sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN. Okkar fólk var undir allan tímann í harðri rimmu við Dýrfirðinga í kvöld en krækti í öll stigin í lokaspurningunni og tryggðu sér jafnframt sæti í undanúrslitum! Lesa meira