Gangnasýsl III: Tungurétt

Standard

IMG_5227Tungurétt Svarfdælinga er endurborin og endurvígð. Hún var steypt upp og snurfusuð. Fyrstu ærnar komu í hana núna á sunnudaginn og lömbin með, flest á leið inn í eilífðina en önnur verða sett á vetur og mæta á ný að hausti 2015. Séra Magnús vígði og gangnamannakórinn söng. Það var hátíð manna í almenningnum. Lömb jörmuðu hins vegar sáran. Þeim drepleiddist tilstandið, alveg bókstaflega. Continue reading

Gangnasýsl II: Stekkjarhús

Standard

IMG_5045Laugardagkvöld 13. september kl. 19:30. Sýslari mættur í Stekkjarhús, aðsetur gangnamanna í Sveinsstaðaafrétt í Skíðadal. Yngsta kynslóð gangamanna situr á skrafi í hálfum hljóðum og gutlar öl í baukum hér og þar. Þeir eldri og virðulegu hvílast. Drög að svefndrunum berast ofan af háalofti. Þau eru á sinn hátt logn á undan stormi. Continue reading

Ferðin frá Tungufelli um Skagafjörð til Svíþjóðar

Standard

2 med_einn_hestÍmyndum okkur að Gallup gerði skoðanakönnun á Íslandi annars vegar og í Svíþjóð hins vegar og spyrði: hver er Jóhann Friðgeirsson? Niðurstaðan er gefin. Það er næsta víst. Fleiri Svíar en Íslendingar myndu kannast við Jóa frá Tungufelli. Hvernig má það vera að strákur úr Svarfaðardal, búsettur í Skagafirði, skuli vera þekktari í Svíþjóð en á Íslandi? Því svarar Svarfdælasýsl. Continue reading

Gunni málari, meistari litanna í Flügger

Standard

G_malari_1Gunnar Jónsson er ekki þekktur fyrir að mála bæinn rauðan. Hann kann hins vegar manna best að blanda litinn fyrir þá sem stefna út á galeiðuna og veitir góðan Svarfdælingaafslátt í verslun Flügger lita í Hafnarfirði. Það ættu sveitungar hans sunnan heiða að hafa í huga ætli þeir að mála íbúðir sínar eða heilu bæjarfélögin. Continue reading

Anna Kristín og Glaður heim í Grund með bros og bikar

Standard

IMG_3197Hestakonan knáa, Anna Kristín Friðriksdóttir á Grund í Svarfaðardal, sýndi það og sannaði í Skautahöllinni í Reykjavík í kvöld að hún er komin í hóp bestu knapa landsins, einungis tvítug að aldri. Hún atti kappi við marga af bestu knöpum landsins á sterkasta móti sem hún hefur nokkru sinni tekið þátt í og náði þriðja sæti í B-úrslitum eða 8. sæti í heildarkeppninni í ístölti þar sem 29 keppendur voru skráðir til leiks. Continue reading